Um okkur
Pokénördarnir
Við erum fjölskylda af PokéNördum sem höfum elskað Pokémon allt frá því við vorum krakkar og komið ástríðunni okkar yfir á næstu kynslóðir. Bestu minningarnar eru að fara út í sjoppu og suða um einn booster – nú höfum við ekki aðeins haldið í ástríðuna heldur vaxið með henni. Þess vegna ákváðum við að stofna PokéNörd: af því að við fundum hvað það getur verið erfitt að nálgast flott Pokémon spil og aukahluti á Íslandi fyrir safnara og spilara eins og okkur. Takk fyrir að styðja lítið fjölskylduverkefni sem er byggt á hreinni nördástríðu. ❤️
Velkomin í PokéNörd fjölskylduna
AFHENDING
Uppfærðar sendingarupplýsingar yfir hátíðirnar
Vegna mikils álags fyrir jólin geta sendingar seinkað um einn til þrjá daga. Við afgreiðum og sendum allar pantanir eins fljótt og hægt er en seinkun getur átt sér stað í pökkun og flutningi. Takk fyrir þolinmæðina og skilninginn yfir hátíðarnar.
Við bjóðum upp á ókeypis heimsendingu mán til laugardags
Sendingar eru keyrðar út milli kl.11:00–20: 00 á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir pantanir innan og utan höfuðborgarsvæðisins notum við einnig Dropp og Íslandspóst. Sendingartími og kostnaður fer eftir staðsetningu og burðargjaldi. Ef verslað er fyrir 30.000 eða meir sendum við frítt í póstbox.
Afhending vöru:Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. En sumar vörur eru í pöntun og von er á þeim til landsins.
Öllum pöntunum dreift af Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
PokéNörd ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá PokéNörd til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi afhendingu:Sendu okkur póst á pokenord@pokenord.is